Rjúpnahæð 3, 210 Garðabær
215.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
8 herb.
296 m2
215.000.000
Stofur
3
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1995
Brunabótamat
132.800.000
Fasteignamat
173.200.000

Betri stofan fasteignasala og Jason Kristinn sími 775-1515 kynnir: Sýnum eftir óskum. Bókið skoðun í síma 7751515. Virkilega fallegt og vandað 296,4 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, á fallegum útsýnisstað við Rjúpnahæð 3 í Garðabæ. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni en mikil lofthæð er í húsinu og skemmtilegt útsýni er frá stofum og af svölum út af efri hæð hússins. Eignin skiptist í anddyri, hol, rúmgóðar stofur, 5 svefnherbergi, 2 baðherbergi, geymslur, þvottahús og innbyggðan bílskúr.
Vandaðar sérsmíðaðar innréttingar hannaðar af Pétri Hafsteini Birgissyni innanhússarkitekt. Parket er gegnheilt Yberaro með Jatoba skrautlistum. Innfelld lýsing er í flestum rýmum hússins. 

Allar frekari upplýsingar gefur : Jason Kristinn Ólafsson lögg. fasteignasali í síma 775-1515 eða í netfangið [email protected]

Nánari lýsing: 
Neðri hæð: Forstofa: rúmgóð, flísalögð og með fataskápum. Þvottaherbergi: rúmgott, flísalagt og með glugga. Alrými: stórt, parketlagt og notað sem sjónvarpsstofa sem hægt er að loka af með tvöfaldri millihurð. Tvö svefnherbergi: að auki eru á neðri hæðinni tvö svefnherbergi, annað með fataskáp.
Baðherbergi: með glugga, flísalagt í hólf og gólf og baðkar með sturtu. Gott aðgengi er að verönd og í heitan pott frá baðherbergi í gegnum alrýmið.

Efri hæð hússins er 159,8 fermetrar að stærð og er gengið upp um steyptan parketlagðan stiga úr holi neðri hæðar og skiptist hæðin þannig:
Stigapallur: parketlagður og þaðan gengið í stofur, eldhús og svefnherbergjagang. Samliggjandi stofur: mjög bjartar, parketlagðar og rúmgóðar með mikilli lofthæð, fallegu útsýni yfir bæinn og innfelldri lýsingu í loftum. Úr stofum er útgengi á rúmgóðar og skjólsælar svalir til suðurs með miklu útsýni.
Eldhús: opið að hluta við borðstofu. Í eldhúsi eru vönduð tæki, og náttúrusteinn á gólfum. Stofa, borðstofa og arinstofa parketlögð. Veglegur og fallegur arinn. Hjónaherbergi: parketlagt og með fataskápum. Útgengi út á suðursvalir með útsýni. Baðherbergi: með glugga, hornbaðkari og sturtu, flísalagt í hólf og gólf, handklæðaofn. Tvö önnur svefnherbergi eru á efri hæð, bæði með fataskápum. Bílskúr: rúmgóður, flísalagður, hurð með bílskúrshurðaopnara. Danfoss stýribúnaður fyrir heitan pott er staðsettur í bílskúr. Hús að utan: Húsið hefur alla tíð fengið gott reglubundið viðhald
Lóðin: er 924 fermetrar að stærð og afgirt með heitum potti. Steyptur skjólveggur við sólpall úr lerki. Stór hellulögð innkeyrsla og stétt fyrir framan húsið með hitalögnum undir. Geymsluskúr er á lóðinni.
Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á grónum og fallegum útsýnisstað í Garðabænum. Stutt í skóla, leikskóla, íþróttamannvirki og helstu verslanir.

Allar frekari upplýsingar gefur : Jason Kristinn Ólafsson lögg. fasteignasali í síma 775-1515 eða í netfangið [email protected]





Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af ef að kaupum verður:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.