Sunnubraut 46, 200 Kópavogur
Tilboð
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
6 herb.
335 m2
Tilboð
Stofur
3
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1965
Brunabótamat
135.490.000
Fasteignamat
174.600.000

Betri Stofan Fasteignasala og Jason Kristinn Ólafsson, sími 7751515 kynnir eignina Sunnubraut 46 í Kópavogi.
Glæsilegt hús sem stendur hátt á hornlóð. Guðmundur Þór Pálsson sem teiknaði húsið var atkvæðamikill arkitekt á sjöunda áratugnum og eftir hann liggja margar opinberar byggingar ásamt nokkrum einstökum einbýlishúsum eins og Sunnubraut 46. Svipsterkt hús sem ber merki modernismans. Einkennandi fyrir Guðmund má t.d. nefna háa skjólveggi, ramma utan um glugga og úthugsað birtuflæði.
Húsið stallast innbyrðist og þannig afmarkast eldhús, borðstofa og þvottahús átakalaust. Í anda þess tíma sem húsið var byggt voru mörg svefnherbergi á fyrstu hæð hússins en núverandi eigendur hafa fækkað þeim og búið til stærra alrými. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu en karakter og tíðarandi hússins ávallt verið í heiðri hafður.

Komið inn í anddyri, gólfhiti er í eigninni.
Svefnherbergi, alrými þar sem áður voru þrjú svefnherbergi, skrifstofa, geymslur, forstofuskápar, baðherbergi og innangangur í bílskúrinn.
Gengið er upp fallegan stiga á efri hæð. Þar má finna rúmgóðar stofur, arinn og stórar svalir. Einstakt útsýni yfir voginn er frá efri hæðinni. Bulthaup eldhúsinnrétting með Gaggenau og Sub - Zero tækjum. Mikið skápapláss. Þvottahús og gestasnyrting. Útgengi út í bakgarð og þaðan upp á verönd. Sér hjónasvíta með baðherbergi og fataskápum. 
Eftirfarandi gólfefni eru í húsinu: svartur náttúrusteinn /  sandsteinn / gegnheilt niðurlímt eikarparket / ljósgrátt terrazzo
Húsinu er vel við haldið og er með rúmgóðum garði. Stæði fyrir nokkra bíla og upphitað plan. Mikið er um góðar göngu- og hlaupaleiðir um Kársnesið. 

Nánari upplýsingar veitir Jason Kristinn Ólafsson Löggiltur fasteignasali, í síma 7751515, tölvupóstur [email protected].





Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af ef að kaupum verður:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.