logo bCO

SÝNDARSKRIFSTOFA FYRIRTÆKJA

Curio Office er nýr íslenskur hugbúnaður sem heldur á þægilegan og skilvirkan hátt utan um hvers kyns fyrirtækjarekstur. Curio Office hefur m.a. að geyma, sölu- og reikningakerfi, gagnsætt og fjölhæft verkefna- stjórnunarkerfi, samskiptakerfi, tímaskráningu o.fl.

Hugmyndin að forritinu kviknaði þegar markaðsfólk okkar gerðu sér grein fyrir hversu mörg forrit starfsmenn fyrirtækja nota almennt til að halda utan um reksturinn, oft gegn háu gjaldi og með notkunareiginleika sem falla ekki endilega að þörfum stjórnandans. Bókhaldsforrit eru ávallt hönnuð með þarfir bókarans í huga; þeim er ætlað að létta honum störfin en gagnast síður stjórnandanum sem þarf yfirleitt að finna nokkur smáforrit eða kaupa sér ótal sérsmíðaðar lausnir til að halda utan um reksturinn. Ekki er óalgengt að dæmigert íslenskt fyrirtæki noti á bilinu 5-9 mismunandi forrit til að halda starfseminni gangandi og getur mánaðarlegur kostnaður hlaupið á tugum ef ekki hundruðum þúsunda.

Curio Office virðist vera fyrsta lausnin sem tekur alla þá þætti saman sem stjórnandi þarf til að reka fyrirtæki. Curio Office býður þannig upp á notendavæna og heildstæða lausn á sanngjörnu og viðráðanlegu verði. Curio Office færir stjórnendum með mannaforráð mun betri tæki en áður hafa þekkst til að fylgjast með framvindu verkefna og leiða saman bæði starfsmenn, stjórnendur og viðskiptavini.

Forritið hentar sérlega vel á vinnustöðum þar sem hluti starfsmanna vinnur í fjarvinnu. Sem dæmi má nefna að allir starfsmenn eða afmarkaðir hópar geta átt í samskiptum á svæði sem svipar til Facebook. Óháð því hvar fólk er í heiminum er hægt að miðla upplýsingum hratt og greiðlega, í einkasamtali eða á opnum vegg, eða tilkynna ef skjótast þarf frá vinnustöðinni. Með þessu verður öll notkun á Facebook óþörf í vinnunni og samskiptin í Curio Office snúast einungis um vinnutengd efni.

Tímaskráningar- og verkseðlahlið Curio Office bætir yfirsýnina enn frekar. Viðmótið er hannað til notkunar jafnt á tölvuskjá, í spjaldtölvu og snjallsíma og það er léttur leikur fyrir starfsmanninn að skrá niður vinnustundir og verkaskiptingu, jafnvel þótt dagurinn sé óreglulegur.

Curio Office gerir ráð fyrir þrenns konar notendum: Í fyrsta lagi: Notendur með stjórnendaaðgang og yfirsýn yfir öll verkefni fyrirtækisins.

Í öðru lagi: Starfsmenn sem hafa öll leyfi nema stjórnandaleyfi og geta skoðað og haft góða stjórn á sínum eigin verkefnum en hafa ekki aðgang að heildarupplýsingum stjórnandans.

Í þriðja lagi: Viðskiptavinir fyrirtækisins, en í gegnum hugbúnaðinn býðst þeim einskonar „gluggi“ inn í það verkefni sem þeir eru að kaupa af stjórnanda eða hafa pantað hjá honum. Þeir geta fylgst náið með framvindu verkefnisins, safnað saman gögnum og átt í samskiptum við allt teymið sem að verkefninu kemur í gegnum eina gátt.

Hugbúnaðinum er einnig ætlað að svara þeirri vaxandi kröfu fólks að fá aukinn sveigjanleika í vinnutíma sínum. Starfsmaðurinn eða verktakinn vill þá kannski fá að vinna frá 8-11, gera eitthvað annað frá 11-12, taka sér hádegismat frá 12-13, vinna og sækja svo börnin í skólann kl. 15- 16 og klára vinnudaginn eftir kvöldmat. Með Curio Office er þetta ekkert mál og gerir vinnustaðinn þinn mun eftirsóknarverðari.

1. Stimpilklukka
Stimpilkort og tímaskráning
Mættir starfsmenn
2. Verkefnastjórnun
Verkefnastýring
Verkefnastjórar eru með fulla stjórn
Starfsmenn sjá aðeins sín verkefni
Viðskiptavinir geta stofnað verkefni
3. Verkbókhaldskerfi
Tímaskráning
Veggur til að skrá ummæli
Tenging fylgiskjala við verkseðla
Gagnageymsla skjala sem tengjast verkefni
4. Reikningagerð
Rafrænir reikningar í lit
Vörunúmerakerfi
Falleg og stílhrein hönnun á reikningum
PDF-reikningar sendir rafrænt á viðskiptamenn
Greiddar og ógreiddar kröfur
Sala dagsinns / fylgstu með hvað þú ert að selja
Viðskiptamannayfirlit
VSK yfirlit o.fl.
5. Samskiptakerfi / Innranet
Spjallkerfi starfsmanna og einkaskilaboð
Lokaður samskiptavefur milli starfsmanna
Hver starfsmaður fær sinn profile og vegg
Stöðuveita / Hvað liggur þér á hjarta?
Fréttaveita starfsmanna
Viðburðir og tilkynningar
Netpóstur fyrir innranet
6. Ný netföng og vefpóstur
Stofnaðu netföng starfsmanna beint inni í Curio Office
Ótakmarkaður fjöldi netfanga
Vefpóstur með einum smell án þess að þurfa að setja inn stillingar
7. GPS tímaskráning
Tímateljari - beintengdur inn í verkefni og verkbókhald
GPS staðsetningartæki við innskráningu og útskráningu
Sérhannað fyrir farsíma
8. Dagurinn þinn

Skoðaðu hversu mikið þú og aðrir starfsmenn hafa unnið í dag og nákvæmlega hve mikill tími hefur farið í hin ýmsu verkefni yfir daginn eða flettu í gegnum mánuðinn til að skoða skráningu og afköst starfsmanna

9. Starfsmanna- og notendakerfi
Þrjú mismunandi leyfi fyrir notendur
Verkefnastjórar hafa aðgang að öllum verkefnum
Starfsmenn sjá aðeins sín verkefni
Aðgangur fyrir viðskiptavini
Viðskiptavinir geta fylgst með verkseðlum, stofnað verkefni o.fl.